Viðskiptaskilmálar

Kaupum til góðs ehf kt. 670115-0620 hér eftir nefnt söluaðili í skilmálum þessum.

Innsláttarvillur: Starfsmenn söluaðila reyna eftir fremsta megni að tryggja að réttar upplýsingar séu á vefsíðum og vefverslunum sem reknar eru af félaginu. Engin ábyrgð er tekin á innsláttarvillum, myndbrengli eða röngum og úreltum upplýsingum. Reynist pöntuð vara vera ófáanleg áskilur söluaðili sér rétt til að hætta við pöntunina.

Verð: Verð á vörum á vefsíðu söluaðila er staðgreiðsluverð með 24% virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram. Verð geta breyst án fyrirvara

Afgreiðslufrestur: Í flestum tilfellum eigum við þær vörur sem eru á vefverslun okkar, ef svo reynist ekki er afgreiðslutími pantana einn til átta sólarhringar eftir því um hvaða vörur er að ræða.

Afhending vöru: Afhending vöru fer fram með TVG á stórhöfuðborgarsvæðinu og sótt á Flytjanda annarsstaðar.

Ábyrgð: Ábyrgð nær til framleiðslugalla og efnisgalla á vörum sem seldar eru hjá söluaðila. Ábyrgðartími er í tvö ár frá útgáfudegi reiknings sem jafnframt gildir sem ábyrgðaskírteini. Söluaðili ber á engan hátt ábyrgð á slæmri eða rangri meðhöndlun vörunnar eða skemmdum í flutningi. Söluaðili er ekki ábyrgur fyrir afleiddum skaða sem rekja má til gallaðra vöru. Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði söluaðila eða öðru verkstæði sem söluaðili samþykkir. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Vara fellur úr ábyrgð ef annar en söluaðili gerir við vöru eða gerir tilraun til viðgerðar.

Eignaréttarfyrirvari: Hið selda er eign söluaðila þar til verð er að fullu greitt. Samþykktir víxlar, skuldabréf eða greiðsla með ávísunum afnema ekki eignaréttinn fyrr en full greiðsla hefur borist.

Trúnaður (Öryggisskilmálar): Söluaðili heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi.