Collection: Alzheimersamtökin

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma var stofnað árið 1985. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Markmið félagsins er enn það sama rúmum 30 árum síðar en í maí 2016 var nafni þess breytt í Alzheimerssamtökin.
Alzheimersamtökin