Um okkur
Kaupum til góðs ehf selur rekstrar/starfsmannavörur til fyrirtækja.
Með því að beina viðskiptum til Kaupum til góðs geta fyrirtæki keypt nauðsynjar fyrir reksturinn og styrkt gott málefni á sama tíma. 100 kr. af hverjum 1000 kr. rennur til samstarfsaðila okkar sem nýta peningana til góðra verka.
Með þessum hætti hafa viðskiptavinir Kaupum til góðs safnað fé til að styrkja langveik börn, fjármagnað tölvur og tækjabúnað fyrir blind börn, stuðlað að grunnrannsóknum á brjóstakrabbameini, stutt við bakið á börnum og ungu fólki sem greinist með krabbamein og komið að öðrum mikilvægum verkefnum.