Kaffi | Rauði krossinn á Íslandi
Kaffi | Rauði krossinn á Íslandi

Kaffi | Rauði krossinn á Íslandi

Verð 4.800 kr Útsala

 

Vinnustaðablandan 1717

Kaffið er sérstök vinnustaðablanda sem er gerð fyrir Rauða krossinn og Kaupum til góðs.

Bragðmikið kaffi með mjúkri fyllingu. Hefur keim af hnetu og hlynsírópi. Kröftug expresso blanda frá Kólumbíu, Brasilíu og Níkaragva sem er tilvalin í baunavélar og skilar góðri fyllingu í kaffidrykki með mjólk en einnig mjög góð í hefðbundna uppáhellingu þar sem allar þrjár kaffitegundirnar fá að njóta sín.

Rauði krossinn á Íslandi nýtur góðs af kaffisölunni fyrir hjálparsímann 1717.

Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund mál inn á borð 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg, allt frá kvíða, einmanaleika, fjárhagsáhyggna til sjálfsvígssímtala. 90 þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og spjöllum sem 1717 berast.

 

Hátíðakaffi 2021

Hátíðakaffið að þessu sinni kemur frá Mexíkó.

Los Milagros frá Chiapas syðst í Mexíkó alveg við landamæri Gvatemala. Kaffið hefur góða fyllingu og jafnvægi í bragði með karamellu- og súkkulaðitónum. Ávöxturinn er ekki fyrirferðarmikill og minnir á brómber. Eftirbragð af brúnkökukryddi sem er langt og gott í munni.

 

 

Gott í allar tegundir uppáhellingar.

 

Bændur: Los Milagros í Chiapas Mexíkó

Yrki: Bourbon, Typica, Caturra.